Posted by: Viktor Mar | 2008 November 5

Smá um bankastjórar

 Maður nokkur fór á fund bankastjórans og bað um lán.
 
Hér eru engir peningar til, sagði bankastjórinn.
Það má samt vera að ég gæti veitt þér einhverja úrlausn mála
en þú verður þá að svara lítilli gátu sem ég legg fyrir þig.
 
Hver er hún? spurði maðurinn
 
Annað augað í mér er gerviauga, sagði bankastjórinn. Það er úr gleri. Ef þú getur giskað á hvort augað það er þá færðu lánið.
 
Hinn svaraði strax: Það er vinstra augað.
 
Alveg rétt! sagði bankastjórinn. Hvernig datt þér það í hug?
 
Mér sýndist bregða fyrir örlitlum samúðarglampa í því, sagði maðurinn. 
Advertisements

Categories

%d bloggers like this: