Posted by: Viktor Mar | 2008 November 19

Um Obama

Ég er búinn að vera að tala um þetta í mörg MÖRG ár. Síðan ég var krakki í New York og loksins sé ég einhvern annari að skrifa það niður. Þetta eru ekki mín orð en hér fyrir neðan er blog sem Siggi (þekki hann ekki) skrifaði tengd fréttir á mbl.is. Takk Siggi og vonandi er það í lagi að sitja þetta hér.  

Farðu aftur til Evrópu

Alveg er það merkilegt þegar hvítir menn í Ameríku eru að ýja að því við svarta landa sína að þeir eigi bara a fara aftur til Afríku með þeim rökum að forfeður þeirra hafi komið þaðan. Hvítir menn í Ameríku eru sjálfir afkomendur innflytjenda frá Evrópu og ættu því með sömu rökum að fara þangað. Er það annars svo slæm hugmynd? Fer ekki best á því að svartir Amerkíkanar fari til Afríku, gulir Ameríkanar til Asíu og hvítir Ameríkanar til Evrópu? Þá fá frumbyggjar Ameríku landið sitt aftur. Að öllu gamni sleppt þá fer best á því að allir lifi í sátt og samlyndi og, sem betur fer myndi þessi hugmynd stranda á því að magrir Ameríkanar eru af blönduðum kynstofnum og því vafamál hvert þeir ættu að fara. Það er blessunarlega hætt að þykja tiltökumál hjá flestum Ameríkönum þó fólk af sitthvorum kynstofninum eignist börn saman. Hvað Obama varðar þá á hann hvíta móður, sem mér skilst að geti rakið ættir sínar til Írlands þannig að spurnigin er hvert hann ætti að fara ef hann ætti að fara til lands forfeðra sinna.     

Slóð: http://siggimaggi.blog.is/blog/siggimaggi/entry/716957/#comment1933512 

Advertisements

Categories

%d bloggers like this: