Posted by: Viktor Mar | 2008 December 7

Ljósku brandara halda áfram…

Hún var svo mikil ljóska að hún…
 
…skilaði treflinum sem hún keypti því hann var alltof þröngur.
…gat ekki farið á sjóskíði því hún fann engan gjó með brekku.
…gat ekki unnið í apóteki því lyfjaflöskurnar pössuðu ekki í ritvélina.
…varð yfir sig ánægð þegar hún kláraði púsluspil á 6 mánuðum…því það stóð 4-6 ára á kassanum.
…var föst í rúllustiga í 4 tíma út af því að rafmagnið fór af.
…gat ekki hringt i 112 af því að hún fann ekki 12 á símanum.
…þoldi ekki M&M því það var svo leiðinlegt að taka utan af þeim.
…slasaðist alvarlega þegar hún var að raka saman laufum og datt niður úr tréinu.
 
Tveir ljóskur læstu lyklana sína inn í bílnum og voru að reyna að komast inn í hann…
Önnur sagði: Við verðum að vera fljótar, það er að fara að rigna og toppurinn er niðri.
 
OG….
 
Þrír karlar sátu saman yfir glasi. Þeir fóru að ræða um eiginkonur sínar.
Fyrst segir sá dökkhærði: – Konan mín er svo undarleg. Það var nautakjötsútsala í
Hagkaupum um daginn og hún keypti 50 kg af kjöti og við sem eigum ekki einu sinni
frystikistu. Nú liggur allt þetta kjös í þvottahúsinu og við komumst örugglega ekki yfir
að éta það áður en það skemmist.
Þá segir sá rauðhærði: – Konan mín er svo klikkuð, það var útsala á notuðum bílum um
daginn og hún keypti sér Toyotu og hún er ekki einu sinni með bílpróf. Nú stendur bíllinn
bara framan við húsið okkar óhreyfður. Þá var ljóshærði karlinn farinn að veltast um af
hlátri og segir við félaga sína: – Ykkur finnst konurnar ykkar ekki gáfulegar, þið ættuð þá
að vita hvernig mín er. Hún er úti í Tyrklandi með saumaklúbbnum sínum, ha, ha, ha, og
hvað haldið þið að hún hafi tekið með sér, ha, ha, ha. Hún tók með sér 50 pakka af
smokkum og hún sem er ekki einu sinni með typpi.
Advertisements

Categories

%d bloggers like this: