Posted by: Viktor Mar | 2013 May 10

Munnmök góð fyrir heilsu kvenna samkvæmt nýrri rannsókn

Munnmök góð fyrir heilsu kvenna samkvæmt nýrri rannsókn

Munnmök eru góð fyrir heilsu kvenna og lætur þeim líða betur samkvæmt nýrri rannsókn sem rannsakaði áhrif sæðis á skapgerð kvenna. Það var State University háskólinn í New York sem framkvæmdi rannsóknina en hún fólst í því að skoðaðar voru 293 konur þar sem kynlíf þeirra var borið saman við almenna geðheilsu þeirra.

Fyrri rannsóknir hafa sýnt að í sæði karlmanna sé að finna efni sem örva skapgerð fólks á jákvæðan hátt. Einnig virðast efnin gera svefninn betri ásamt því að draga úr þunglyndi. Rannsókn New York háskólans leiddi jafnframt í ljós að konur sem stunda reglulegt óvarið kynlíf séu minna þunglyndar. Þrátt fyrir að stunda álíka mikið kynlíf, þá virðast þær sem aldrei nota smokk, sýna færri einkenni þunglyndis en þær sem yfirleitt eða alltaf nota smokk við samfarir.

Rannsóknin, sem birt var í tímaritinu Archives of Sexual Behavior, bendir þó á að það sé ekki endilega reglulegt kynlíf sem gerir konur ánægðari heldur er það spurning um hversu mikið magn af sæði má finna í líkama þeirra.

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is – Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.

Advertisements

Categories

%d bloggers like this: