Posted by: Viktor Mar | 2015 June 29

Æðislegar sætkartöflu uppskriftir

Æðislegar sætkartöflu uppskriftir

15 mínútna sætkartafla

 • Sæt kartafla
 • Smjör
 • Salt og pipar
 • graslaukur
 • sýrður rjómi
 • Parmesan ostur ( ef þið viljið gera þær extra góðar)
 1. Byrjið á því að taka sætkartöfluna og stinga í hana á nokkrum stöðum með gafli.
 2. Setjið hana inn í örbylgjuofn í 6-7 mínútur. Gott er að snúa henni á 2 mínútna fresti.
 3. Þegar þið takið hana úr örbylgjunni skuluð þið skera hana í tvennt og skera í hana litla kassa án þess að skera alveg í gegn, svo kartaflan haldist saman.
 4. Takið smá smjög og setjið á milli, stráið salt, pipar og parmesan osti yfir.
 5. Grillið kartöflurnar í 6-12 mínútur, fer eftir því hversu stökkar þið vijið hafa þær. Muna að fylgjast vel með þeim.
 6. Til að toppa þær er gott að setja smá sýrðan rjóma og graslauk ofan á.

 

Fylltar sætkartöflur

 • 2 sætkartöflur
 • 2 matskeiðar smjör
 • 2 matskeiðar eplamauk
 • 2 matskeiðar hlynsíróp
 • 1/4 bolli pekan hnetur skornar smátt
 • 1/4 bolli þurrkuð trönuber
 • 1/4 bolli smátt skorinn epli
 • 1/2 teskeið kanill
 • smá salt
 • ólífuolía
 1. Hitið ofninn
 2. Skolið og afhýðið 3/4 af kartöflunum, skiljið botninn eftir.
 3. Skerið hana í þunnar sneiðar en þó ekki alveg í gegn (sjá mynd)
 4. Nuddið ólífuolíu á kartöflurnar.
 5. setjið olíu á botinn á eldföstumóti eða bökunarpappír, setjið kartöflurnar í mótið.
 6. Setjið restina af hráefnunum í skál og hrærið saman.
 7. Setjið fyllinguna í kartöfluna og reyndið að ýta henni á milli sneiða.
 8. Setjið restina síðan ofan á kartöflurnar.
 9. Setjið álpappír efir eldfastamótið og bakið í 40 mínútur
 10. Takið álpappírinn af  eftir 40 mínútur og bakið í 10-15 mínútur til viðbótar. Passið að fylgjast vel með þeim svo fyllinginn brenni ekki.
 11. Leyfið kartöflunni að kólna í 5 mínútur áður en þær eru bornar fram.

 

Sætkartöflur með feta

 • 2 sætkartöflur
 • 56g feta ostur
 • 28g svartar ólífur
 • 25g sólþurkkaðir tómatar í olíu.
 • 1/4 bolli smátt skorinn steinselja
 • 1/2 teskeið þurrkað eða 2 teskeiðar ferskt oregano
 • 1 matskeið extra virgin olífuolía
 • Salt og pipar
 1. Hitið ofninn.
 2. Stingið í sætkartöflurnar nokkrum sinnum með gafffli.
 3. Setjið kartöflurnar í miðjan ofninn og bakið í gegn, eða í 45-60 mínútur, fer eftir stærð.
 4. Takið þær úr ofninum og leyfið þeim að kólna nógu mikið til að geta meðhöndlað þær.
 5. Á meðan kartöfurnar eru að bakast skuluð þið búa til fyllinguna.
 6. Blandið saman öllum hráefnum í skál og hrærið saman.
 7. Skerið kartöflurnar niður fyrir miðju. setjið fyllinguna inn í og blandið saman við kartöfluna.


Categories

%d bloggers like this: